Hvaða rök eru fyrir því að íslenskir eldri ökumenn þurfi að uppfylla stífari ákvæði um gildistíma ökuréttinda en almennt gerist í Evrópulöndum?
Guðbrandur Bogason
Guðbrandur Bogason

Guðbrandur Bogason

Nokkuð er um liðið síðan íslensk stjórnvöld tóku upp á því að viðhafa undarlega framkomu gagnvart eldri ökumönnum þessa lands. Í umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 segir í 60. gr: „Gildistími fullnaðarskírteinis er 15 ár fyrir sömu flokka, sbr. þó a-lið 4. mgr. varðandi b-flokk, en þó fyrir umsækjanda sem orðinn er 60 ára tíu ár, 65 ára fimm ár, 70 ára fjögur ár, 71 árs þrjú ár, 72 ára tvö ár og 80 ára eða eldri eitt ár.“ (Hér er átt við almenn ökuréttindi, svokölluð b-réttindi.)

Nú væri fróðlegt að vita hvaða rök liggja að baki þessari nákvæmu aldursskiptingu, eða eru rökin kannski engin? Ekki er auðvelt að finna upplýsingar á heimasíðu Samgöngustofu eða tryggingarfélaga um að framangreindir aldurshópar valdi fleiri óhöppum eða slysum en aðrir hópar eða er þetta kannski bara hugarburður vanhæfra

...