Það er þjóðarskömm að hundruð eldri borgara séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum, margir hverjir liggi á göngum bráðadeilda og bíði eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna hlutverki…
Jónína Björk Óskarsdóttir
Jónína Björk Óskarsdóttir

Það er þjóðarskömm að hundruð eldri borgara séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum, margir hverjir liggi á göngum bráðadeilda og bíði eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna hlutverki sínu þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými landsins. Ef ekkert verður að gert mun biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum einungis lengjast. Það mun ekki fá að raungerast undir styrkri stjórn Valkyrjanna.

Eitt af helstu forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks. Ráðist verður í sérstakt átak í fjölgun hjúkrunarrýma, eflingu heimahjúkrunar og dagþjálfunar. Við þurfum að taka mörg stór skref á skömmum tíma svo við getum mætt vaxandi þörf á þjónustu við aldraða og komið í veg fyrir að hundruð eldri borgara þurfi að bíða jafnvel árum saman eftir að fá aðbúnað og þjónustu við hæfi. Við verðum að grípa til aðgerða og við

...

Höfundur: Jónína Björk Óskarsdóttir