Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum 30. desember síðastliðinn. Samuel Sevian (2.693) hafði svart gegn Magnusi Carlsen (2.890)
Svartur heldur jafntefli.
Svartur heldur jafntefli.

Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum 30. desember síðastliðinn. Samuel Sevian (2.693) hafði svart gegn Magnusi Carlsen (2.890). 66. … Kc6? svartur gat haldið jöfnu með því að leika 66. … Ke7! og framhaldið gæti orðið 67. b5 axb5 68. axb5 Kd7. Staðan hefði einnig verið jafntefli eftir 66. … c3! en eftir textaleikinn vinnur hvítur riddara svarts ásamt því að geta svartan í leikþröng í framhaldinu. 67. f6 Rxf6 68. Bxf6 Kd5 69. Kd2 Kc6 70. Bg5! Kd5 71. Kc3 a5 72. b5 Kc5 73. Kd2! Kd4 74. Bf6+ Kc5 75. Bc3 Kb6 76. Kc1 og svartur gafst upp.

Tata Steel-ofurmótið stendur yfir þessa dagana í hollenska sjávarbænum Wijk aan Zee en á meðal keppenda eru m.a. heimsmeistarinn Gukesh (2.777) og Caruana (2.803), sjá nánari upplýsingar

...