Þórshöfn Mikið hefur snjóað á Norðaustur- og Austurlandi á síðustu dögum.
Þórshöfn Mikið hefur snjóað á Norðaustur- og Austurlandi á síðustu dögum. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Appelsínugular veðurviðvaranir á Austfjörðum féllu úr gildi á miðnætti. Hæglætisveðri er spáð í kvöld.

Óvissustig á Austfjörðum og hættustig á Seyðisfirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu eru enn í gildi. Í dag munu sérfræðingar Veðurstofunnar endurmeta stöðuna.

Síðustu daga hefur mikið snjóað á Austfjörðum. Í fyrradag féllu snjóflóð í Færivallaskriðum og Hvalnesskriðum og í gær féllu þrjú nokkuð stór snjóflóð ofan og innan við Neskaupstað.

Ákveðið var að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi í fyrradag. Björgunarsveitarmenn gengu í þau tvö fjölbýlishús sem voru rýmd og veittu íbúum leiðbeiningar.

Þá var bætt í framkvæmdir við varnarvirki vegna ofanflóða bæði í Neskaupstað og

...