Bætt hefur verið í framkvæmdir við varnarvirki vegna ofanflóða í bæði Neskaupstað og á Seyðisfirði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðahættumati á Veðurstofu Íslands, segir að á báðum stöðum standi nú yfir mjög miklar varnarvirkjaframkvæmdir
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Bætt hefur verið í framkvæmdir við varnarvirki vegna ofanflóða í bæði Neskaupstað og á Seyðisfirði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðahættumati á Veðurstofu Íslands, segir að á báðum stöðum standi nú yfir mjög miklar varnarvirkjaframkvæmdir. Verklok eru fyrirhuguð 2026 á Seyðisfirði og 2029 í Neskaupstað. Hluti beggja bæjarfélaga var rýmdur á sunnudag vegna hættu á snjóflóðum.
Tómas segir að verið sé að reisa tvær keilur í miðjum farvegi Nesgilsins þar sem flóðið féll sem lenti
...