Blöð með drögum að texta Bobs Dylan við lagið „Mr. Tambourine Man“ voru seld á uppboði fyrir 508 þúsund bandaríkjadali, eða 71,5 milljónir íslenskra króna. Í frétt BBC kemur fram að um sé að ræða tvö gul blöð þar sem þrjár útgáfur af…
Lagasmiður Bob Dylan á Critics Choice-verðlaununum árið 2012.
Lagasmiður Bob Dylan á Critics Choice-verðlaununum árið 2012. — AFP/Christopher Polk

Blöð með drögum að texta Bobs Dylan við lagið „Mr. Tambourine Man“ voru seld á uppboði fyrir 508 þúsund bandaríkjadali, eða 71,5 milljónir íslenskra króna.

Í frétt BBC kemur fram að um sé að ræða tvö gul blöð þar sem þrjár útgáfur af textanum hafi verið skrifaðar með ritvél en á þeim er ekki að finna lokaútgáfu textans. Þá hefur Dylan skrifað athugasemdir á spássíur blaðanna. Dylan mun hafa skrifað þessi textadrög á ritvél blaðamannsins Als Aronowitz sem segist hafa veitt krumpuð blöðin upp úr ruslinu og komið þeim fyrir í möppu. Handskrifuð frásögn Aronowitz af þessu var einnig boðin upp.

Voru blöðin meðal 60 hluta sem seldir voru á uppboði í Nashville í Bandaríkjunum. Meðal þeirra var einnig áritað olíumálverk eftir Dylan frá 1968 og rafmagnsgítar af gerðinni Fender Telecaster frá 1983 úr

...