Mikið var að græða á hlaðvarpi Þjóðmála um helgina, þar sem gestir voru þau Heiðar Guðjónsson fjárfestir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem líka er í stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA)
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Mikið var að græða á hlaðvarpi Þjóðmála um helgina, þar sem gestir voru þau Heiðar Guðjónsson fjárfestir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem líka er í stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA).

Sérstaklega þó orð þeirra um stöðuna á vinnumarkaði, sem þau töldu meingallaða, ekki síst vegna samsetningar og samninganálgunar SA. Horft hefði verið til um 4% meðaltals launahækkana, en mjög misjafnt eftir eðli fyrirtækja hverjar þær urðu í raun.

Heiðrún benti á að „mjög stór hluti fyrirtækja er með launafólk á töxtum og þar er kannski um að ræða 6-7% launahækkun á ári“. Mörg þeirra hafi hagrætt og reynt að halda aftur af kostnaðarhækkunum. „En ég er ekki bjartsýn á að það muni halda,“ segir hún og finnst skrýtið að SA „stilli fyrirtækjunum

...