„Mér leið nokkuð vel í leiknum, á þessum þjálfaraskala,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn örugga gegn Slóveníu í gærkvöldi.

„Ég sá fljótlega í hvaða gír við vorum og fannst varnarleikurinn frábær. Viktor Gísli átti ótrúlegan leik í markinu og þessi einbeiting og þessi kraftur sem ég hef kallað eftir frá því að ég tók við liðinu var þarna. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu en það voru þarna líka dauðafæri sem við hefðum átt að nýta. Þeir sprengja aðeins upp leikinn í seinni hálfleik og þetta lítur kannski út eins og hökt í sókninni en við fáum samt okkar færi. Við fengum færi úr hornunum og Viggó klikkar á einhverjum dauðafærum líka. Þetta eru færi sem við þurfum að nýta og við getum gert betur þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

...