Björgum borginni undan vinstra miðjumoðinu.
Jóhann L. Helgason
Jóhann L. Helgason

Jóhann L. Helgason

Og þá eru Íslendingar komnir með nýja ríkisstjórn og nýja stjórnarandstöðu.

Við auðvitað óskum hinni nýju ríkisstjórn alls hins besta í þeim verkefnum sem fram undan eru því þau eru ærin.

Einnig verður maður að óska hinni nýju stjórnarandstöðu velfarnaðar og hinnar bestu heilsu í sínu nýja hlutverki, því góða heilsu þarf til.

Það er nefnilega ekki það léttasta að kyngja þegar stjórnmálaflokkar sem hafa verið í stjórnarmeirihluta í þó nokkurn tíma detta óvænt í stjórnarandstöðu.

Foringjarnir missa þar með titilinn ljúfa, góðu launin, einkabílinn ásamt einkabílstjóra og litla bjórkælinum í skottinu, og ýmis önnur hlunnindi sem fylgja

...