Björn Jóhann Björnsson
Þegar Ljósvaki horfði á fyrstu tvo þættina um Vigdísi Finnbogadóttur, þar sem Sigurður Ingvarsson lék eiginmann Vigdísar, Ragnar Arinbjarnar, hugsaði hann með sér að tilvalið væri nú að faðir Sigurðar, stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson, myndi leika Ragnar á efri árum. Ljósvaki taldi það samt ólíklegt þar sem þau Vigdís og Ragnar skildu ung að árum.
Þeir feðgar eru sláandi líkir, ekki aðeins í útliti heldur hafa nánast sömu röddina. Sigurður sýndi góða takta, líkt og langflestir leikarar í þessum vönduðu og góðu þáttum Vesturports. Elín Hall og Nína Dögg hreint frábærar í sínum hlutverkum. Eiga framleiðendur þáttanna sérstakt hrós skilið fyrir að hafa notað Ingvar í eitt stutt atriði í lokaþættinum, þegar Ragnar birtist í garði Vigdísar og óskar henni góðs gengis í kosningunum 1980.
...