Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég hef alltaf verið að skrifa, alveg frá því ég var krakki, og ég vann sem blaðamaður þegar ég var ung og starfaði sem kennari í áratugi. Ég skrifaði kennslubækur í náttúrufræði og efnafræði, en þjóðfélagið var ekkert mikið til í skapandi skrif kvenna þegar ég var ung. Ég er lítið yngri en Steinunn Sigurðar en henni var bókstaflega sagt að skriftir væru ekki fyrir stelpur, strákarnir væru skáld. Ég er því af týndu kynslóð kvenna í rithöfundastétt,“ segir Ásdís Ingólfsdóttir sem sendi nýlega frá sér skáldsöguna Viðkomustaðir, saga af Lóu, en þar segir frá fátækri alþýðustúlku frá nítjándu öld sem elst upp á hrakningi og berst fyrir vindum mannlífsins vestur á sléttur Kanada.
„Ég fór fyrst á námskeið í skapandi skrifum hjá
...