Loksins er að rofa til

Það er fagnaðarefni að nú mjakast í átt til „friðar“ fyrir botni Miðjarðarhafs. Það er á hinn bóginn umhugsunarefni hversu dýru verði þessi „friður“ var keyptur. Í fyrradag voru látnir lausir þrír gíslar sem hryðjuverkasamtökin Hamas höfðu haldið lengi föngnum, en vitað er að allmargir þeirra sem þar voru hafa þegar týnt lífi sínu á meðan þeir gistu fangaklefana.

Gíslarnir eru úr hópi almennings, en óvopnaðir og smáðir voru þeir í mörgum tilvikum fyrirvaralaust hrifsaðir úr sinni tilveru án þess að hafa til þessa óhugnaðar unnið með nokkrum hætti. En lausn þessara þriggja sem ekkert höfðu til saka unnið og loksins voru leystir úr haldi hryðjuverkamanna var keypt mjög dýru verði. Þeir sem Hamas fær í stað þessara þriggja kvenna koma fjölmennir mjög úr ísraelskum fangelsum, og áður en lýkur nösum munu fleiri slíkir hafa verið leystir úr haldi þar sem þeir höfðu verið í haldi þúsundum saman fyrir alvarlegustu glæpi sem fangelsað er fyrir um allan

...