Hetjan Viktori Gísla fagnað af stuðningsmanni eftir leikinn.
Hetjan Viktori Gísla fagnað af stuðningsmanni eftir leikinn. — Morgunblaðið/Eyþór

Ísland stendur uppi sem sigurvegari í G-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik eftir sannfærandi sigur á Slóvenum, 23:18, í Zagreb í gærkvöldi.

Frábær varnarleikur og stórkostleg markvarsla Viktors Gísla Hallgrímssonar lögðu grunninn að sigrinum.

Íslenska liðið vann þar með alla þrjá leiki sína og tekur fjögur stig með sér í milliriðilinn; sigurinn gegn Slóveníu og sigurinn gegn Grænhöfðaeyjum sem einnig komust áfram.

Með þessum úrslitum á Ísland góða möguleika á að komast í átta liða úrslit keppninnar en liðið mætir Egyptum í fyrsta leik milliriðilsins annað kvöld, síðan Króatíu á föstudagskvöld og loks Argentínu á sunnudaginn.

Ísland og Egyptaland fara í milliriðilinn með fjögur stig, Króatía og Slóvenía með tvö stig, en Argentína og Grænhöfðaeyjar ekkert.

Tvö efstu lið milliriðilsins komast síðan í átta liða úrslitin. » 26-27