Orkumál
Þórður Gunnarsson
Hagfræðingur
Orkuskortur og neyðarástand í orkumálum eru hugtök sem hafa verið á vörum flestra undanfarin misseri á Íslandi. Skyldi engan undra, en fyrirsjáanlegar afleiðingar sofandaháttar í þeim efnum eru nú þegar farnar að gera vart við sig. Orkuverð hefur hækkað mikið og lögmál framboðs og eftirspurnar geta svo veitt ágætt forspárgildi um hver þróun næstu ára verður. En eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru litlar líkur til þess að orkuframboð aukist mikið hér á landi næstu árin.
En víðar en á Íslandi eru sömu mál til umræðu. Þegar Donald J. Trump var svarinn inn sem 47. forseti Bandaríkjanna í upphafi viku nefndi hann meðal annars í ávarpi sínu að neyðarástandi í orkumálum yrði lýst yfir innan skamms. Fyrir
...