Fjárfestar taka vel í stefnumál Trumps sem tók við embætti nýlega.
Fjárfestar taka vel í stefnumál Trumps sem tók við embætti nýlega. — AFP/Anna Moneymaker

Mikil bjartsýni ríkir á mörkuðum fyrir öðru kjörtímabili Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna sem hófst í byrjun vikunnar.

Samkvæmt Reuters sjá fjárfestar hagnaðarvon í jákvæðri afstöðu Trumps gagnvart fyrirtækjum en eru varkárir gagnvart verndarstefnu hans í tollamálum.

Trump tekur við embætti með metnaðarfulla stefnuskrá sem spannar allt frá ýmsum aðgerðum til að örva hagvöxt til almennra skattalækkana og umfangsmikilla tilslakana í rafmyntageiranum.