Franski tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn, teiknimyndahöfundurinn og leikstjórinn Mathias Malzieu er heiðursgestur á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem nú stendur sem hæst í Bíó Paradís. Hann verður viðstaddur sýningu teiknimyndar sinnar Jack et la mécanique du coeur (2013) eða Jack og gauksklukkuhjartað í kvöld, miðvikudag, kl. 19. Að sýningu lokinni situr Malzieu fyrir svörum hjá Loga Hilmarssyni.
Myndin, sem gerist á 19. öld, fjallar um ungan mann sem í var grætt gangvirki úr gauksklukku í hjartastað við fæðingu. Aðgerðinni fylgdi sú viðvörun að hann yrði að forðast allar sterkar tilfinningar, ekki síst ástina. En það er hægara sagt en gert. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum er Malzieu þekktastur fyrir að vera forsprakki og söngvari frönsku hljómsveitarinnar Dionysos, en öll tónlistin í myndinni er eftir sveitina, auk þess leikstýrir
...