Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum heilbrigðisráðuneytisins á því að margfaldur munur er á greiðslum fyrir brjóstaskimun. Konur í áhættuhópi þurfi að greiða tólf þúsund krónur fyrir brjóstaskimun en aðrar konur greiði 500 krónur.
Umboðsmaður vísar til þess að fram hafi komið í frétt RÚV fyrr í þessum mánuði að konur í áhættuhópi vegna brjóstakrabbameins og konur sem áður hafa fengið brjóstakrabbamein fái ekki sömu niðurgreiðslu á brjóstaskimun og aðrar konur.
„Óskað er eftir upplýsingum um niðurgreiðslurnar og hvaða forsendur Iiggi þeirri ákvörðun til grundvallar að niðurgreiða ekki brjóstaskimun kvenna í áhættuhópi að sama marki og brjóstaskimun annarra kvenna,“ segir í frétt um bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins á vef umboðsmanns. Bendir umboðsmaður á að í frétt RÚV hafi yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar Landspítala
...