Heildartekjur RÚV árið 2022 voru 7,9 milljarðar og 8,7 árið 2023. Á sama tíma voru tekjur Vestmannaeyjabæjar 8 milljarðar árið 2022 og 9,1 árið 2023.
Gísli Stefánsson
Gísli Stefánsson

Gísli Stefánsson

Ríkisútvarpið, sem er í eigu þjóðarinnar, er á samkeppnismarkaði. Ríkisútvarpið keppir við aðra fjölmiðla, stóra sem smáa, um frekar lítinn og lokaðan auglýsingamarkað, sem hefur í raun minnkað enn meira með tilkomu félagsmiðla sem byggja tekjumódel sín fyrst og fremst á auglýsingatekjum.

Slagurinn við Golíat

Auglýsingatekjur RÚV árið 2023 voru 2.941 milljón króna. Ríkið veitti á sama tíma styrki til einkarekinna fjölmiðla upp á rúmar 470 milljónir. Tekjumódel einkareknu miðlanna byggist fyrst og fremst á auglýsingatekjum og því að mínu viti út úr kortinu að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það væri miklu nær að sjálfstæðir miðlar fengju að keppa um þessar tekjur og ríkið léti af þessari meðvirkni og legði af styrkina.

Tekjur á við meðalstórt sveitarfélag

...