Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku og stofnandi ARMA Advisory, segir að þegar kemur að ríkisfjármálunum eigi það fyrst og fremst að vera forgangsmál að skattfé sé vel nýtt.
„Oft er rætt um að það séu átök milli hins opinbera og einkageirans en staðreyndin er sú að við erum á sama báti. Einkageirinn getur ekki verið til án opinbera geirans og opinberi geirinn getur ekki verið til án einkageirans. Óhagræði hjá ríkinu er verst fyrir starfsmenn hins opinbera,“ segir Marinó
Hann segir að hvað varði hagræðingu í rekstri ríkisins sé augljóst hvað gera þurfi.
„Það vita allir hvað þarf að gera og það þarf engar tillögur til þess. Þetta er svipað og ef ég ætla að rækta kartöflur þá þarf að byrja á að stinga upp garðinn. Ef ég geri það ekki fæ ég slæma uppskeru sama hvað ég
...