Egyptaland verður fjórði andstæðingur Íslands á heimsmeistaramóti karla í handbolta og sá fyrsti af þremur í milliriðli. Rétt eins og Ísland hefur Egyptaland unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa og vakti athygli þegar liðið vann sannfærandi …
Katar Guðjón Valur Sigurðsson í átökum við egypska varnarmenn í leik Íslands og Egyptalands á HM í Katar 2015. Ísland vann leikinn 28:25.
Katar Guðjón Valur Sigurðsson í átökum við egypska varnarmenn í leik Íslands og Egyptalands á HM í Katar 2015. Ísland vann leikinn 28:25. — Morgunblaðið/Golli

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Egyptaland verður fjórði andstæðingur Íslands á heimsmeistaramóti karla í handbolta og sá fyrsti af þremur í milliriðli. Rétt eins og Ísland hefur Egyptaland unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa og vakti athygli þegar liðið vann sannfærandi sigur á Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í Króatíu, 28:24, í Zagreb.

Nálægt undanúrslitum á ÓL

Sá sigur kom hins vegar ekki endilega á óvart þar sem Egyptaland er komið í hóp sterkustu handboltalandsliða heims. Liðið fór í átta liða úrslit Ólympíuleikanna og tapaði fyrir Spáni í framlengdum leik. Þá hefur liðið unnið sterk lið á borð við Noreg og Ungverjaland á undanförnum mánuðum og gert jafntefli við

...