Hjónin Snævar og Sólrún á heimili sínu, um nýliðin jól.
Hjónin Snævar og Sólrún á heimili sínu, um nýliðin jól.

Snævar Jón Andrésson fæddist 22. janúar 1985 á Siglufirði og ólst þar upp.

„Að alast upp á Siglufirði var yndislegt, það að fá það frelsi sem börn fá úti á landi og fara út að leika sér frá morgni til kvölds var dásamlegt. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa leiðst nokkurn tíma. Sem krakki sótti ég þó mikið í að vera í kringum „kallana“ á kaffistofu Olís en þangað sóttu alls konar karlar sem að voru að spjalla og sótti ég oft í það frekar en að vera úti að leika mér með jafnöldrunum. Þar má segja að áhugi minn á fólki hafi kviknað og er gríðarlega góður grunnur að prestsstarfinu.

Verandi langyngstur af systkinahópnum upplifði ég það frekar sem svo að ég ætti sex foreldra í þeim skilningi að þau eiga börn á mínum aldri sem urðu mér eins og systkin.“

Að loknu grunnskólanámi

...