Það hefur eflaust glatt marga unnendur armbandsúra þegar það spurðist út að Michelsen myndi taka við Breitling-umboðinu. Breitling var áður hjá Leonard sem lokaði verslun sinni í Kringlunni snemma árs 2020 og hefur síðan þá eingöngu rekið netverslun
Navitimer B01 úr rósagulli. Takið eftir skáhallandi hlekkjunum í keðjunni.
Navitimer B01 úr rósagulli. Takið eftir skáhallandi hlekkjunum í keðjunni.

Hið ljúfa líf

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það hefur eflaust glatt marga unnendur armbandsúra þegar það spurðist út að Michelsen myndi taka við Breitling-umboðinu. Breitling var áður hjá Leonard sem lokaði verslun sinni í Kringlunni snemma árs 2020 og hefur síðan þá eingöngu rekið netverslun. Hjá Michelsen hefur Breitling eignast gott nýtt heimili og á aðventunni hélt búðin heilmikið húllumhæ til að fagna þessari merkilegu viðbót við vöruúrvalið.

Á þessum tímamótum er ágætt að nota lífsstílsdálk ViðskiptaMoggans til að renna lauslega yfir sérkenni og sögu Breitling og benda á sum áhugaverðustu eintökin sem þar eru smíðuð. Breiddin í framleiðslunni hjá Breitling er nefnilega mjög mikil og úrin í sýningarborðinu hjá Michelsen sennilega ekki nema um 10% af vörulista framleiðandans – en vitaskuld má alltaf sérpanta draumaúrið

...