„Þetta kom á óvart. Ég hélt samt mjög innilega með þessu ljóði þegar ég sendi það inn svo ég er mjög upp með mér yfir að dómnefndin hafi verið á sömu blaðsíðu,“ segir Anna Rós Árnadóttir sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2025 fyrir ljóð sitt „skeljar“
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta kom á óvart. Ég hélt samt mjög innilega með þessu ljóði þegar ég sendi það inn svo ég er mjög upp með mér yfir að dómnefndin hafi verið á sömu blaðsíðu,“ segir Anna Rós Árnadóttir sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2025 fyrir ljóð sitt „skeljar“. Verðlaunin voru afhent í gærkvöldi í Salnum en þau eru jafnan veitt að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku, og undir dulnefni. Alls bárust 270 ljóð í keppnina í ár.
Í öðru sæti hafnaði Ragnar H. Blöndal með ljóðið „Japanskir morgnar“ en Kari Ósk Grétudóttir hlaut þriðju verðlaun fyrir ljóðið „Aðrar lendur“. Aðrir sem hlutu viðurkenningu fyrir ljóð sín að þessu sinni voru Jón Hjartarson, Baldur Garðarsson,
...