Meyvant Þórólfsson
Valur Ingimundarson sagnfræðingur telur endurkomu Bandaríkjahers hingað tákna afturhvarf til loka kalda stríðsins, sem lauk með falli Berlínarmúrsins og hruni Sovétríkjanna fáeinum árum eftir leiðtogafundinn í Höfða haustið 1986.
Kaldhæðni
Þess vegna verður kannski aftur blásið til leiðtogafundar í Höfða einhvern bálviðrisdag í október eins og fyrir tæpum fjórum áratugum. Í þetta sinn með þeim forsetum Bandaríkjanna og Rússlands er munu ráða gangi heimsmála á komandi misserum, þó ekki eins og lýst er í Völuspá þannig að „veröld steypist„, heldur til „að leggja þau lóð á vogarskálarnar„ er leiði til „friðar og afvopnunar“, eins og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti komst að orði í tilefni af leiðtogafundinum árið 1986. Bandaríkin og Rússland ráða yfir næstum
...