Rangers Telma Ívarsdóttir skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning.
Rangers Telma Ívarsdóttir skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Telma Ívarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er gengin til liðs við skoska stórliðið Rangers sem er sem stendur í öðru sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi. Skrifaði hún undir tveggja og hálfs árs samning. Telma, sem er 25 ára gömul, kemur frá Breiðabliki þar sem hún varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Hún á að baki 85 leiki í efstu deild með Breiðabliki, FH og Grindavík. Þá á hún að baki 12 A-landsleiki fyrir kvennalandsliðið.