Sigríður Jónsdóttir fæddist 16. maí 1952 í Neskaupstað. Hún lést á líknardeild Landspítalans 7. janúar 2025.
Foreldrar hennar voru Ólafía Gísladóttir, f. 23. nóvember 1920, d. 8. janúar 1975, og Jón Páll Pétursson, f. 1. september 1921, d. 7. júlí 2009. Systkini hennar eru Jón Viðar, Steinunn og Þórunn.
Sigríður giftist 22. ágúst 1976 Bjarna Agnari Agnarssyni lækni, f. 5. ágúst 1952. Börn þeirra eru: 1) Agnar, f. 21. maí 1978, maki Brynja Ármannsdóttir. Dætur þeirra eru Íris og Bríet Aðalbjörg. 2) Ólöf, f. 28. ágúst 1982, maki Helgi Már Þorsteinsson. Börn þeirra eru Ari, Edda og Bjarni. 3) Kjartan Jón, f. 2. febrúar 1991, maki Svandís Gunnarsdóttir. Þeirra dætur eru Rósa og Iðunn.
Sigríður ólst upp á Ísafirði en lauk námi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972 og prófi í lífeindafræði frá
...