Er ekki kominn tími til að virkja Landsbankann, banka þjóðarinnar, í þágu almennings og skrúfa niður vaxtaokrið?
Jóhann L. Helgason
Í hinum efnahagsstöðugu samfélögum Norðurlandanna eru það taldir góðir bankar, sama hvort það eru ríkisbankar eða einkabankar, sem skila 5-6% hreinum hagnaði eftir árlegt uppgjör.
Í siðmenntuðum löndum er litið á banka sem nauðsynlegar stofnanir til að hjálpa fólki og fyrirtækjum um peningalán með lágum vöxtum svo að samfélagsþegnarnir geti lifað eðlilegu lífi í samfélagi mannanna.
Í þessum sömu löndum fá heldur ekki þrifist okurlán og önnur svívirða, einfaldlega vegna þess að lögin banna slíkt, og hitt að fólk leitar ekki til slíkra lánastofnana. Samkeppnin í hávegum höfð.
Þess vegna spyr ég hvernig standi á því að íslenskir bankar, ríkisbankar sem einkabankar, komast upp með þvílíka rányrkju að með eindæmum þykir meðal
...