Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is
„Viðskipti ríkisins við Icelandair hafa alla tíð verið gríðarlega umfangsmikil en viðskipti við önnur flugfélög hafa verið af skornum skammti og aðeins brotabrot af viðskiptum við Icelandair. Flugfarmiðakaup ríkisins hafa örsjaldan verið boðin út, þrátt fyrir að umfang þeirra sé langt yfir útboðsmörkum.“
Þetta má lesa í kvörtun sem Play sendi fyrir helgi til Samkeppniseftirlitsins, og ViðskiptaMogginn hefur undir höndum, vegna aðgangshindrana vildarpunkta Icelandair.
Tilgangurinn er að vekja athygli eftirlitsins á viðkvæmri stöðu markaða fyrir áætlunarflug til og frá Íslandi og að markaðsaðstæður séu ekki gerðar erfiðari með háttsemi Icelandair og stofnana ríkisins.
...