Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DTE hefur ráðið Jakob Ásmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra.
Jakob býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu og í umbreytingarstjórnun. Hann mun móta og leiða stefnu DTE á næstu skrefum í vegferð fyrirtækisins að því markmiði að verða leiðandi samstarfsaðili álframleiðanda. Hann starfaði áður sem fjármálastjóri Travelshift.
DTE stefnir á nýja markaði og mun Jakob vera í lykilhlutverki í að leiða fyrirtækið í gegnum komandi vaxtarfasa. Jakob mun byggja á víðtækri reynslu sinni þegar kemur að fyrirtækjarekstri til að tryggja að DTE nái markmiðum um vöxt og markaðshlutdeild. Þekking hans á vöruþróun og tækni mun einnig vera mikilvægur þáttur í að tryggja að næsta kynslóð lausna DTE aðstoði álframleiðendur við að ná háleitum markmiðum sínum um kolefnishlutleysi og aukna endurvinnslu áls.
Jakob mun
...