Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi í viðtali við Eggert Skúlason í Dagmálum um smitsjúkdóma vítt og breitt. Þar var rætt um flensuna árlegu, sem er ekki endilega alltaf formleg inflúensa, en herjar í öllu falli mjög á landsmenn um þessar mundir. Þá var rætt um margvíslega aðra og jafnvel enn minna geðfellda sjúkdóma, svo sem ebólu, berkla og miltisbrand. Ekkert af því var endilega til þess fallið að auðvelda áhorfendum nætursvefninn, en ákaflega fróðlegt.

Kórónuveiran og covid-19 var auðvitað einnig til umræðu og aðspurð sagðist Guðrún telja augljóst að hún hefði komið frá Wuhan-svæðinu í Kína, líklega frá leðurblöku og þá sennilega í gegnum önnur dýr og í menn. En það væri líka vissulega rannsóknarstofa í Wuhan sem rætt hefði verið um að gæti skýrt veiruna, en engin gögn staðfestu það. Svo sagði hún: „Þetta eru kenningar en vissulega má segja að Kínverjar hafi ekki

...