Mannskapurinn vestra var svo sannarlega ekki að láta sér leiðast við innsetningarveislu Donalds Trumps í höfuðborginni Washington sl. mánudag. Ekkert var til sparað og hafði forsetinn, sem nú var hafinn til valda á ný, og gestir hans glansað mjög, og þó karlarnir ekki eins myndarlega og kvenfólkið í móttökunni í Þinghúsinu miðju. Trump hafði tekið ákvörðun, að taka ekki áhættu fyrir almenning, þegar vondar veðurspár gáfu til kynna, að margur myndi eiga erfitt með að standa tímunum saman í kuldakastinu og margir gætu veikst.
Ýmsir þeir, sem teljast til ríkustu manna Bandaríkjanna, og í einhverjum tilvikum sjálfsagt ríkustu manna heimsins, höfðu nýlega snúið frá stuðningi sínum við demókrata og hallað sér að Trump og repúblikönum og eru sagðir hafa lagt til myndarlegar upphæðir úr sínum víðu vösum, til að spara almenningi útgjöld við hátíðarhöldin. Voru þeir greifar raunar allir mjög sjáanlegir
...