Þjóðveldisbær, sem var reistur austur í Þjórsárdal, var í engu samræmi við lýsingar þær sem lýst er í handritunum.
Kristján Hall
Danirnir sendu okkur handritin, loksins, og díses, þau eru svo falleg! Þau eru þó ekki ætluð til lesturs og rannsókna, því að hálærðir spekingar vita allt um þau, og hvað í þeim stendur, en vogi sér nokkur að véfengja það skal hann bara…
Þó ber nokkuð undarlega til að Þjóðveldisbær, sem var reistur austur í Þjórsárdal, var í engu samræmi við lýsingar þær sem lýst er í þessum sömu handritum. Þannig er þessi bær ekki tjaldaður innan, en það voru allir skálar á Íslandi, og fyrirferðarmiklir voru vefstólarnir, því ull var verðmætasta afurð landsins og öll verðgildi miðuðust við ullarverð.
Þar að auki ætla ég stórlega að nokkrar konur íslenskar hefðu gert sér að góðu að skríða á hnjánum inn og á milli eldhúss og búrs.
Það er sorglegt
...