Esther Marjolein Fokke var stigahæst hjá Þór frá Akureyri þegar liðið hafði betur gegn toppliði Hauka í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri í gær. Leiknum lauk með sex stiga sigri Þórsara, 86:80, en Fokke skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu. » 22