Evrópusambandið notar sjálft hugtakið aðlögunarviðræður, ekki aðildarviðræður. Aðildarviðræður eru ekki til nema sem séríslenskt hugtak.
Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

Einar S. Hálfdánarson

Gætti utanríkisráðherra ákvæða íslensku stjórnarskrárinnar í Brussel?

Eitt fyrsta verk utanríkisráðherra var heimsókn til Brussel til að endurvekja 16 ára gamla umsókn að Evrópusambandinu. Engan tíma mátti missa. Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Ef þetta er ekki mikilvægt stjórnarmálefni, hvað fellur þá undir það? Ef við gefum okkur að ráðherrafundur hafi verið haldinn (fundargerðir þeirra eru ekki opinberar), hver var þá afstaða Flokks fólksins og Samfylkingar? Það þarf að koma fram án tafar.

Mikilvægt er að nú þegar taki ríkisstjórnin skýra afstöðu til þess hvað átt er við með „þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið“. Aðeins eru tvö ár til stefnu og um þá ákvörðun

...