Vörumerkjastofan Brandr hefur lokið við hlutafjáraukningu að jafnvirði 123 milljóna íslenskra króna. Féð ætlar Brandr að nota til að auka sölu á alþjóðamörkuðum annars vegar og hins vegar í hugbúnaðarþróun. Um er að ræða sölu á tæplega 9% hlut í félaginu.
Fyrirtækið í heild er í viðskiptunum metið á rúma 1,3 milljarða króna.
Í fjárfestakynningu sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum er lögð fram spá um stöðuna á næsta ári eftir að hið nýja fjármagn er komið inn í félagið. Þá er gert ráð fyrir 74 milljóna króna tekjum en 117 milljóna króna tapi vegna fjárfestinga í tengslum við uppbyggingu. Einkum er þar um að ræða þróun hugbúnaðar ofan á aðferðafræði Brandr-vísitalnanna sem mæla styrk vörumerkja bæði innan og utan fyrirtækja.
Meðal þeirra sem lagt hafa félaginu til fé eru, að sögn dr. Friðriks
...