Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í liði vikunnar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá ESPN eftir að hann skoraði í 2:1-sigri NAC Breda á Twente um liðna helgi. Elías Már hefur skorað sex mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu, þar af fjögur í síðustu fjórum leikjum. Breda, sem er nýliði í hollensku úrvalsdeildinni, er í níunda sæti deildarinnar með 25 stig.

Atli Arnarson, einn af burðarásunum í knattspyrnuliði HK, hefur framlengt samning sinn við Kópavogsfélagið og leikur áfram með því á næsta tímabili. Atli, sem er uppalinn hjá Tindastóli, kom til HK frá ÍBV fyrir tímabilið 2019. Atli, sem er 31 árs gamall, á að baki 144 leiki í efstu deild, þar af 93 með HK þar sem hann hefur skorað 16 mörk.

Bjarni Þór Hauksson og Jón Erik Sigurðsson urðu í tveimur efstu sætunum á

...