Árið 2022 var gert 4,2 milljarða tilboð í fyrirtækið en það var bara tilraun til að komast í bókhaldið, segir Hafberg.
Árið 2022 var gert 4,2 milljarða tilboð í fyrirtækið en það var bara tilraun til að komast í bókhaldið, segir Hafberg. — Morgunblaðið/Karitas

„Þeir vildu kalla þetta Hafberg sterka, en ég hafnaði því,“ segir Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri og eigandi garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, í samtali við ViðskiptaMoggann, og bendir á nýtt salat í nýjum pakkningum sem heitir í staðinn Djöflasalat. „Það er sterkt bragð af því,“ bætir hann við.

Hafberg selur salat í öllum helstu nýlenduvöruverslunum. „Það eru fleiri í þessu. Ég vil að samkeppnin sé virk,“ segir framkvæmdastjórinn en viðurkennir að fyrirtæki hans sé það umsvifamesta á markaðinum. „Við framleiðum tæp tvö tonn á dag.“

Lambhagi starfar nú á tveimur stöðum, í Úlfarsárdal í Reykjavík og Lundi í Mosfellsdal. „Ég sé fyrir mér að vera búinn að flytja alla framleiðsluna í Lund innan fimm ára. Þar get ég byggt á tíu hekturum lands,“ segir Hafberg sem keypti landið árið 2007.

...