Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fjarvera þín er myrkur, er á langlista Republic of Consciousness Prize sem nær til bóka sem gefnar eru út í Bandaríkjunum og Kanada. Verðlaunin eru ætluð bókum sem gefnar eru út af litlum sjálfstæðum bókaútgáfum…
Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fjarvera þín er myrkur, er á langlista Republic of Consciousness Prize sem nær til bóka sem gefnar eru út í Bandaríkjunum og Kanada.
Verðlaunin eru ætluð bókum sem gefnar eru út af litlum sjálfstæðum bókaútgáfum en sambærileg verðlaun eru einnig veitt í Bretlandi. Alls voru 10 bækur valdar á langlistann vestanhafs og hlýtur útgefandi hverrar þeirra 2.000 bandaríkjadali í verðlaun eða um 280 þúsund íslenskra króna. Kanadíska forlagið Biblioasis gefur bók Kalmans út en Philip Roughton þýddi hana á ensku.
Tilkynnt verður um stuttlista veðlaunanna 27. febrúar og sæti á honum fylgja frekari peningaverðlaun. Loks verður tilkynnt um handhafa verðlaunanna 12. mars.