Undirritaður rambaði á dögunum fram á þáttinn „Are You Smarter Than a Celebrity?“ á Amazon Prime-streymisveitunni, en þar er búið að vekja aftur til lífsins hinn gamalkunna þátt „Ertu skarpari en skólakrakki?“ sem sýndur var…
NFL Travis Kelce er margt til lista lagt.
NFL Travis Kelce er margt til lista lagt. — AFP/Jamie Squire

Stefán Gunnar Sveinsson

Undirritaður rambaði á dögunum fram á þáttinn „Are You Smarter Than a Celebrity?“ á Amazon Prime-streymisveitunni, en þar er búið að vekja aftur til lífsins hinn gamalkunna þátt „Ertu skarpari en skólakrakki?“ sem sýndur var í íslenskri útgáfu skömmu fyrir hrun.

Keppendur mæta sem sagt til leiks og eiga að svara tíu spurningum sem fengnar eru beint úr grunnskólanum. Þeim til aðstoðar eru svo fimm misvitrir „frægir“ einstaklingar, sem virðast helst eiga það sameiginlegt að hafa ekki verið valdir fyrir gáfur sínar í þáttinn. Svarið við titilspurningu þáttanna er því mjög líklega já.

Það fyrsta sem vekur athygli er að langfrægasti einstaklingurinn á

...