Það er á margan hátt sorglegt að sjá nýja leiðtoga landsins lýsa því yfir í hverju málinu á fætur öðru að engu sé hægt að breyta enda hafi allt verið ákveðið áður. Fjárlögin sem dæmi eru einfaldlega meitluð í stein, kerfið sjálft allt á sjálfstýringu og enginn hefur getu eða þor til að breyta neinu.
Inga Sæland og hennar eldhúsflokkur geta sannarlega ekkert gert. Þrátt fyrir að stæra sig af því að þau hafi og muni standa vörð um ákveðin málefni segir Inga nú að ekkert sé hægt að gera, allt sé fyrirframákveðið. Á heimasíðu flokksins lýsir hún því yfir að hún hafi staðið gegn sölunni á Íslandsbanka á sínum tíma enda allt einhver skelfileg spilling að hennar sögn. Ekki nóg með það því í aðsendri grein til Morgunblaðsins í júní 2024 skrifaði Inga, í tilefni þess að selja átti hlut ríkisins í Íslandsbanka: „Við erum löngu komin með upp í kok af því hvernig eignum okkar er stolið um hábjartan dag.“
Inga lýsir því að eignum almennings sé beinlínis
...