Undanfarnar vikur hefur fréttaskýrendum orðið tíðrætt um að á einu augabragði hafi stemningin í stjórnmálum gjörbreyst. Þeir kalla þetta fyrirbæri „vibe shift“ á ensku; ákveðin hugmyndafræði hefur verið ráðandi um nokkuð langt skeið og náði hámarki á fyrsta helmingi þessa áratugar, en núna hefur þessari hugmyndafræði verið sópað út og nýjar áherslur tekið við.
Þessar nýju áherslur komu skýrt fram í innsetningarræðu Donalds Trumps en þar útlistaði hann vandlega hvað það er sem koma skal: tími fórnarlambavæðingar er liðinn og fólk verður ekki lengur dregið í dilka eftir því hvort það tilheyrir hinum eða þessum minnihlutahópnum. Enginn nennir heldur lengur að eltast við fabúleringar um hvar draga skuli línuna á milli karla og kvenna. Umræðan verður ekki lengur ritskoðuð í nafni pólitískrar réttsýni og dyggðaskreytinga og það er kominn tími á skynsamlegri og raunsærri nálgun við loftslags-
...