Meistarar strengjanna er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem fram fara í Hofi, sunnudaginn 26. janúar klukkan 16. Þar mun hljómsveitin flytja verk eftir þrjú tónskáld frá ólíkum tímum sem hafa lagt mikið af mörkum til tónlistar…
Mörg járn í eldinum „Ég er með tvö verkefni sem fá að líta dagsins ljós núna í vor,“ segir Ólafur Arnalds.
Mörg járn í eldinum „Ég er með tvö verkefni sem fá að líta dagsins ljós núna í vor,“ segir Ólafur Arnalds. — Ljósmynd/Anna Maggý

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Meistarar strengjanna er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem fram fara í Hofi, sunnudaginn 26. janúar klukkan 16. Þar mun hljómsveitin flytja verk eftir þrjú tónskáld frá ólíkum tímum sem hafa lagt mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit; þá Samuel Barber, Pjotr Tsjaíkovskí og Ólaf Arnalds. Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins en hann var meðal annars staðarhljómsveitarstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á síðasta starfsári.

Á vef Menningarfélags Akureyrar segir um tónleikana að verk Barbers og Tsjaíkovskís séu með ástsælustu verkum tónlistarsögunnar og Adiago fyrir strengi eftir Barber hafi spilað stórt hlutverk í fjölda kvikmynda og viðburða, þar á meðal í kvikmyndinni Platoon frá árinu 1986 í leikstjórn

...