Alls féllu 24 snjóflóð á Austfjörðum og Suðausturlandi dagana 12. til 20. janúar. Flest þeirra féllu við Neskaupstað, eða ellefu flóð alls frá 18. til 20. janúar. Þrjú féllu utar í Norðfirði og þrjú á Reyðarfirði 19
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Alls féllu 24 snjóflóð á Austfjörðum og Suðausturlandi dagana 12. til 20. janúar. Flest þeirra féllu við Neskaupstað, eða ellefu flóð alls frá 18. til 20. janúar. Þrjú féllu utar í Norðfirði og þrjú á Reyðarfirði 19. til 20. janúar.
Rýmingu aflétt
Gripið var til rýminga og hættustigi lýst yfir í Neskaupstað og á Seyðisfirði á sunnudag vegna snjóflóðahættu en íbúar á þeim svæðum sem rýmd voru eru í heild um
...