Landsmenn nýta sér hækkandi sól og huga að heilsunni á nýju ári. Konan hér á myndinni hugaði að núvitund á Laugarnestanga í sólarupprásinni í vikunni þar sem stillt og fallegt veður lék við borgarbúa. Í bakgrunni má sjá nýlega landfyllingu við tangann sem íbúar í Laugarneshverfi hafa verið gagnrýnir á en þeir telja að starfsemi þar muni skerða útsýni yfir til Viðeyjar.