Árið 2025 byrjaði svo sannarlega með látum hjá knattspyrnukonunni Ásdísi Karenu Halldórsdóttur en hún skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við spænska félagið Madrid CFF á dögunum. Ásdís Karen, sem er 25 ára gömul, heyrði fyrst af áhuga…
Spánn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Árið 2025 byrjaði svo sannarlega með látum hjá knattspyrnukonunni Ásdísi Karenu Halldórsdóttur en hún skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við spænska félagið Madrid CFF á dögunum.
Ásdís Karen, sem er 25 ára gömul, heyrði fyrst af áhuga spænska liðsins milli jóla og nýárs en hún kom til félagsins frá Lilleström í Noregi þar sem hún lék á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk í 21 leik í úrvalsdeildinni.
Madrid CFF er í níunda sæti af sextán liðum í 1. deildinni á Spáni með 18 stig þegar fimmtán umferðir hafa verið leiknar. Hún hefur einnig leikið með Val og KR hér á landi og varð þrívegis Íslandsmeistari með Val.
Alls á hún að baki 139
...