Jón Elías Þráinsson fæddist 27. nóvember 1969. Hann lést 5. janúar 2025.

Útförin fór fram 22. janúar 2025.

Mér finnst undarlegt að setjast niður og skrifa fáein orð um gamlan góðan vin sem féll svo skyndilega frá í blóma lífsins. Manstu Nonni þegar við kynntumst, báðir rétt skriðnir á þrítugsaldurinn, þegar nætur voru langar og lífið virtist ótæmandi! Við vorum ósigrandi, ef við vorum ekki að mála bæinn eldrauðan var setið á kaffihúsi og reynt að leysa lífsgátuna. Við töluðum um tónlist, kvikmyndir, og jú, skammtafræði, ég heyrði fyrst um skammtafræði hjá þér. Sumarið sem ég kynntist þér er í minningunni núna sem einn langur sólardagur og mér finnst eins og það hafi verið í fyrradag.

En svo breyttist allt, sem er lífsins saga. Við urðum menn í nýjum hlutverkum, fjölskyldumenn með ábyrgð. Samband

...