Listasafn Íslands stendur fyrir málþingi um listmeðferð til heiðurs Sigríði Björnsdóttur í dag, fimmtudaginn 23. janúar. Málþingið sem er undir yfirskriftinni Art Can Heal hefst kl. 14 á ávarpi Ingibjargar Jóhannsdóttur safnstjóra en það stendur til kl. 16
Myndlistarmennirnir Ágústa Oddsdóttir og Egill Sæbjörnsson munu fjalla um tilurð bókarinnar Art Can Heal en í henni eru ævi og störfum Sigríðar Björnsdóttur gerð skil. Þá mun Abigail Ley, listfræðingur og barnataugalæknir, fjalla um áhrif listmeðferðar á börn sem eru að vaxa og þroskast, þá sérstaklega þau jákvæðu áhrif sem meðferðin hefur á hegðun og andlega líðan. Kaffihlé verður um kl. 15 og svo hefjast pallborðsumræður um kl. 15.15.