Bjarni Benediktsson, sem nú hættir þátttöku í stjórnmálum, er í 14. sæti yfir þá íslensku ráðherra sem lengst hafa verið í embætti. Fyrsti ráðherrann var skipaður 1904. Bjarni var samfellt ráðherra í 11 ár og tæpa sjö mánuði
Reynsluboltar Í ráðuneytum Katrínar Jakobsdóttur voru fjórir einstaklingar sem eru á lista yfir þá ráðherra sem lengst hafa setið í embætti.
Reynsluboltar Í ráðuneytum Katrínar Jakobsdóttur voru fjórir einstaklingar sem eru á lista yfir þá ráðherra sem lengst hafa setið í embætti. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Bjarni Benediktsson, sem nú hættir þátttöku í stjórnmálum, er í 14. sæti yfir þá íslensku ráðherra sem lengst hafa verið í embætti. Fyrsti ráðherrann var skipaður 1904.

Bjarni var samfellt ráðherra í 11 ár og tæpa sjö mánuði. Hann varð fyrst ráðherra 23. maí 2013 og lét af ráðherraembætti 21. desember 2024.

Hann var fjármála- og efnahagsráðherra 2013-2017. Forsætisráðherra 2017. Fjármála- og efnahagsráðherra 2017-2021 og 2021-2023. Utanríkisráðherra 2023-2024. Forsætisráðherra 2024. Félags- og vinnumarkaðsráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn 2024.

Bjarni hefur því gegnt öllum þremur helstu

...