Knattspyrnumaðurinn Ólafur Guðmundsson segir að hann hafi talið það vera rétta skrefið fyrir sig á ferlinum að ganga til liðs við norska liðið Aalesund, sem keypti hann af FH fyrir nokkrum vikum. Hann segir að aðstæðurnar í Noregi séu mun betri en á Íslandi. „Aðstæður hérna eru eins góðar og þær verða á Norðurlöndunum,“ segir Ólafur. » 67