Stórsigur Dagur Sigurðsson gat verið ánægður með sína menn í Króatíu sem unnu með yfirburðum. Króatía mætir Íslandi annað kvöld.
Stórsigur Dagur Sigurðsson gat verið ánægður með sína menn í Króatíu sem unnu með yfirburðum. Króatía mætir Íslandi annað kvöld. — Morgunblaðið/Eyþór

Bæði Slóvenía og Króatía eru komin með fjögur stig í milliriðli fjögur, riðli Íslands, á heimsmeistaramóti karla í handknattleik eftir örugga sigra gegn Argentínu og Grænhöfðaeyjum í tveimur fyrri leikjum gærdagsins í Zagreb.

Slóvenía var aldrei í vandræðum gegn Argentínu og sigraði 34:23 eftir að staðan var 15:8 í hálfleik.

Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fór illa með lið Grænhöfðaeyja og vann með miklum yfirburðum, 44:24, eftir að staðan var 24:11 í hálfleik.

Mario Sostaric var markahæstur Króatanna með níu mörk.

Ísland mætir Króatíu annað kvöld og Argentínu á sunnudaginn.

Toppslagur riðilsins, milli Íslands og Egyptalands, sem bæði hófu milliriðilinn með fjögur stig, hófst klukkan 19.30 í gærkvöld en þá var Morgunblaðið farið í prentun. Ítarlega er fjallað um leikinn á mbl.is/sport.